Lifomun

Lífsveiflutækni er nýyrði. Hér er átt við hugtak sem á ensku útleggst Bioresonance Therapy. Stundum er talað um Energy Medicine eða Frequency Medicine. Við hjá Vitialis ákváðum að nefna þetta Lífómun. Kannski ekki þjált meðferðarheiti en mun þróast með tímanum.

sol.jpg

Hvað er lífómun? Hér er tilraun til að útskýra það á mannamáli.

Bioresonance er meðferðarfræði sem grundvallast á notkun bylgna, hljóð, raf eða ljósbylgna. Náttúran hefur sínar bylgjur og er sólin öflugasta Bioresonance miðillinn. Frá sólinni koma rafbylgjur á öllum tíðnisviðum. Hærri tíðnir rafbylgna eins og sýnilegt ljós hefur áhrif á hormónastarfsemina og útfjólubláir geislar sólarinnar kalla fram viðbrögð í húð manna sem veldur litabreytingu og myndun D vítamíns. Orðið Bioresonance þýðir líf-sveifla með skírskotun til þess að raf,- hljóð,- eða ljósbylgjur geta haft heilandi áhrif á líffræði manna, dýra og plantna. 

Sveifla eða resonance er fyrirbæri sem flestir kannast við. Dæmi um sveiflun er til dæmis þegar syngur í kristalsglasi. Brún glassins er strokin rólega og við það syngur glasið með háum són. Tónkvísl er gott dæmi um sveiflun. Kvíslinni er slegið í eitthvað og syngur þá kvíslin um tíma. Svona sjálfsveiflun deyr út ef hvatinn er ekki til staðar. Róla er líka gott dæmi um sveiflun. Ef rólu er haldið uppi og sleppt þá sveiflar hún niður og tregðulögmálið veldur því að hún heldur áfram og sveiflast upp hinumegin. Þessi sveifla endurtekur sig nokkrum sinnum þar til hún hefur náð kyrrstöðu. Tíðni sveiflunnar markast af því hve margar sveiflur rólan fer á sekúndu. Rólan er líkleg til að sveiflast á 0,5 riðum þar sem hún fer hálfa sveiflu á sekúndu og heila á tveimur sekúndum. Venja er að tákna sveiflutíðni með hugtakinu Hertz sem stendur fyrir sveiflu eða rið. Kristalglasið sveiflar á mun hærri tíðni og er ekki ólíklegt að meðal kristalsglas sveiflist á 900Hz – 2000Hz. Rafbylgjur geta myndað sveiflutíðnir og er það til dæmis grundvöllur allra þráðlausra fjarskipta. Sveiflutíðni langbylgju er nálægt 100.000Hz og FM útvarp er nálægt 100.000.000Hz og þráðlaus stafræn fjarskipti gjarnan nálægt 2.300.000.000Hz.

Það hefur líklega verið í árdaga rafmagnsins þegar einhverjum datt í hug að búa til raftæki sem framleiddi sveiflur af mismunandi tíðnisviðum til heilunar (sjá mynd). Engum sögum fer af virkni þess þó en í árdaga rafmagnsins þótti það búa yfir leyndardómi sem gæti læknað fólk.

Síðar kom maður fram á sjónarsviðið, Georges Lakhovsky að nafni, verkfræðingur og mikill vísindamaður. Hann hannaði og þróaði lífsveiflutæki til lækninga. Hann fékk bágt fyrir enda á þeim tíma sem lyfjadýrkun var að hefjast og ekkert annað talið virka til lækninga. Á árunum 1941 til 1958 var tæki Lakhovskys, „Multiple Wave Oscilator“ notað til að meðhöndla fleiri þúsundir sjúklinga sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum. Það var einn helsti samstarfsmaður   

Á þessum tíma var einnig maður að nafni Royal Raymond Rife að þróa tækni til að drepa bakteríur og vírusa með rafbylgjum. Hann fullyrti að með hárréttri rafbylgjutíðni væri hægt að sprengja bakteríur og þannig hjálpa líkamunum að ná tökum á sjúkdómum. Hugmyndafræðin er á svipuðum nótum og þegar kristalsglas springur þegar ákveðinni hljóðtíðni er beint að því. Samanber þegar sópransöngkona fer á háa C-ið. Hann þróaði merkilega smásjá sem og útbúnað til framleiðslu rafbylgna til lækninga. Það var þó ekki fyrr en Dr. Reinold Voll hóf rannsóknir á nálastungukerfi líkamans, kennt við Kínverskar lækningar sem verulegur skriður komst á þróun tækni í Bioresonance.

Kínverska nálastungukerfið er á margan hátt furðulegt og hafa vestræn vísindi ekki getað sannað tilvist þess. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO viðurkennir að sýnt hafi verið fram á að nálastungur geti gagnast við ákveðnum sjúkdómum. Það sem Dr. Voll komst að var að þar sem nálastungupunktur er á líkamanum er minna rafviðnám en annarsstaðar í húðinni. Hann mældi með venjulegum Ohm mælir leiðni milli punkta og sá að viðnámið var ekki 

nema ca 100kOhm milli punkta en minnst tíu sinnum meira utan þeirra. Fljótlega gerði hann uppgötvun sem gerði hann og samstarfsmenn forviða. Viðnámið breyttist eftir ástandi þess einstaklings sem var mældur. Til dæmis breyttist viðnám milli punkta í konum eftir því hvar þær voru á tíðarhringnum. Þessar rannsóknir Dr. Voll leiddi til hönnunar á tækni sem kallast VEGA test.

Það var notað til að greina ástand sjúklinga með góðum árangri og eru mörg tæki enn í notkun. Síðar uppgötvaðist að rafbylgjur af mismunandi tíðnisviðum gátu haft áhrif á líkamann og framvindu sjúkdóma og þróaðist þá tæki sem kallast MORA Bioresonance Therapy. Í kjölfarið kom BICOM Bioresonance 

Therapy og um árið 1973 hófst þróun á Rayonex Bioresonance Therapy by Paul Schmidt. Í dag er BICOM og Rayonex með mesta útbreiðslu en á markaðinum eru alls 24 mismunandi tegundir Bioresonance tækja. Þessi tækni flokkast sem Vibrational Medicine og stundum talað um Virtual Medicine eða „sýndarlyf“. Tækninni er hægt að beita gegn öllum sjúkdómum en virkni þeirra gagnvart ofnæmi og óþoli hafa vakið furðu. Í dag eru tugir þúsunda þessara tækja á markaðinum og mjög mörg í höndum lærðra lækna.

 Til dæmis er mikill fjöldi lækna sem kemur að þróun Rayonex tækjanna. Hér á landi er VEGA tæki notuð, Global Wellness, Scio og Indigo. Það eru eingöngu heilpraktikerar sem nota þessa tækni og þá helst hómópatar, næringar og náttúruþerapistar.

Margir Íslendingar kannast við fræðimanninn Harry Oldfield. Hann hefur þróað sérgrein innan lífsveiflutækninnar sem kallast Crystal-therapy. Hann hefur náð miklum árangri með heilsufarsvanda fjölda fólks þar sem hann beitir kristöllum sem örvarðir eru með ákveðinni rafspennu. Kristallar hafa í þúsundir ára verið notaðir til heilunar og er virkni tegunda nokkuð vel þekkt. Með því að örva kristallana í sérstökum rafvökva með rafspennu má tífalda virkni þeirra til heilunar. Harry hefur þróað tæki og búnað til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma og

orkuójafnvægi og hafa nokkrir íslendingar lært þessa grein innan lífsveiflutækninnar. Harry hefur jafnframt þróað byltingarkennda myndavél sem getur sýnt það sem virðist vera

orkukerfi lífvera og með því að mynda fólk hefur hann fundið orkuójafnvægi sem hægt hefur verið að meðhöndla. Myndataka fyrir og eftir meðferð sýnir virkni meðferðarinnar. Þessi tegund myndatöku kallast Polycontrast Intrference Photography en í daglegu tali er talað um PIP myndavélina. Þessi myndavél er afsprengi rannsókna Harrys á Kirilian myndatækninni sem hann náði góðum árangri í.

 

Tónar og tónlist.

Margir kannast við heilandi mátt tónlistar. Það að syngja í sturtu, í kór eða útileigunni bætir hressir og kætir. Hlustun á góða tónlist getur líka verið heilandi. Þessi ástundun er í raun lífómun eða BioResonancce. Það er verið að láta röddina mynda titring sem aftur framkallar lífsveiflur, daufar rafbylgjur sem örva ýmsa þætti líkamsstarfseminnar.

Þar er gerð tilraun til að nálgast þennan málaflokk á fræðilegan hátt og tína til hugsanlegar skýringar á fyrirbærum sem vöktu furðu og voru kennd við rafmengun.

Orðið Lífómun er lausleg þýðing á Bioresonance. Líf skýrir sig sjálft en ómun er skírskotun til daufs hljóðs. Orðið OM í sanskrít er hinn fyrsti ómur eða „orðið“ sem var í upphafi samkvæmt Fyrstu Mósebók Biblíunnar. Ómur endurspeglar óm rafbylgna sem beitt er. Tíðnin er hárnákvæm og bylgjan mjög dauf. Í þessum fræðum hefur sannast hugtakið „less is more“ eða „lítið er meira“.

7orkust.png

Flestir kannast við hinar sjö orkustöðvar líkamans eða „chakra“. Þeim er lýst eins og hjóli á snúning eða hvirfilbyl (tornado). Snúningshraði þeirra er mismunandi eftir því hvaða stöð er um að ræða. Í heildrænum kerfum hefur tíðni þeirra verið skilgreind og kenndar við liti og hljóma í vestrænni hljómfræði. Það sem færri vita er að svokallaðir nálastungupunktar á líkamanum eru líka litlar orkustöðvar. Samkvæmt Tíbetskum fræðum eru orkustöðvar líkamans líklega nálægt 72 þúsund talsins. Hver hefur sína sveiflutíðni. Þessar tíðnir hafa verið kortlagðar að hluta af

 sérfræðingum sem vinna við bioresonance. Ef tíðnin orkustöðvar er þekkt sem og snúningsátt er hægt að greina virkni hennar með ákveðinni tækni og einnig örva. Það er lykill að heilun að örva orkustöðvar líkamans.

Þegar allar orkustöðvar líkamans eru í góðu lagi þá sveiflast þær í takt og syngja saman fallega symfóníu. Ef nokkrar orkustöðvar leka til, hægja á sér, lækka í tíðni eða jafnvel þagna þá fer hljómur symfóníunnar að breytast til hins verra. Það geta allir ímyndað sér hvað gerist ef symfóníuhljómsveit stillir ekki hljóðfærin. Ímyndum okkur symfóníu. Við hlustum á undurfagra tóna symfóníunnar en allt í einu tökum við eftir að sellóin eru örlítið fölsk. Síðan detta sellóin út og fyrsta fiðla fer að hljóma ankannalega.

Þegar fyrsta fiðla er hætt að heyrast er tónverkið orðið ill þekkjanlegt. Smátt og smátt verður symfónía að óþekkjanlegum óhljóðum sem sker í eyru og er bara hundleiðinleg. Á sama hátt veikist líkaminn þegar hann lætur undan áreiti frá slæmum mat, óhollustu, eitrun, streitu og árás sýkla og veira. Mikið ójafnvægi kemur fram.

Bioresonance tæknin miðar að því að finna hljóðfærin sem hafa þagnað og stilla hina fölsku strengi. Örva þau aftur til starfa og hins rétta tóns. Þegar öll hljóðfærin eru orðin samstillt í hljóm og takt þá verður symfónían hljómfögur og unaðsleg á að hlýða.

Þegar líkami okkar veikist þá er það afleiðing þess að einhverjar orkustöðvar eru ekki á réttri tíðni og ekki í takt við aðrar orkustöðvar líkamans. 

Þær jafnvel þagna. Orsakir geta verið margvíslegar. Eiturefni, vírusar, bakteríur, sveppir og sveppaeitur, vondar tilfinningar, tilfinningalegt ójafnvægi, reiði, hatur, afbrýðisemi, áföll, streita og svo mætti lengi telja. Líkaminn leitast við að stilla sig af en þegar allt er komið í óefni verður viðkomandi veikur en getur á þeim tíma jafnvel fengið það sem kallast „óþægilega nærveru“ eða verður „orkusuga“. Hann leitast við að örva sínar stöðvar með nálgun við annað fólk sem er heilbrigt. Það aftur finna þeir fyrir sem heilbrigðir eru að viðkomandi manneskja dregur frá þeim orku. Auðvitað eigum við að miðla orku og eiga jákvæð samskipti og oft jafnar sjúklingur sig ef hann fær jákvæða umhyggju og athygli. Það eru ekki allir svo heppnir.

Lífómun, eða Bioresonance Therapy miðar að því að finna orkustöðvar í ójafnvægi og meðhöndla þær. Meðferð er mjög mild. Orkustöðvar eru örvaðar og þegar þær hrökkva í gang og byrja að sveifla á sinni réttu tíðni þá getur ýmislegt farið að gerast í líkamanum. Líkaminn fær meiri orku og heilunarferli hefst. Stundum gerist það hratt og örugglega en stundum tekur ferlið lengri tíma. Heilunarferlið sem fer af stað er stundum svo rólegt að það geta liðið vikur áður en viðkomandi áttar sig á að hann er kominn í bataferli.

Bioresonance með Rayonex tækni hefur verið rannsökuð með vísindalegum hætti. Fraunhofer stofnunin í Þýskalandi hefur gert nokkrar rannsóknir á virkni Rayonex tækninnar og niðurstöður eru mjög jákvæðar. Jákvæð virkni á frumur í ræktun er langt umfram væntingar. Frekari upplýsingar um þessar rannsóknir má nálgast á vefsíðu Rayonex.

Góðar bækur til að lesa um efnið:

Energy Medicine. The Scientific Basis. Eftir James L. Oschman. Útgefandi Churchill Livingstone. ISBN 978-0-443-06261-2

Quantum Healing. Exploring theFrontiers of Mind/Body Medicine. Eftir Deepak Chopra, M.D. Útgefandi Bantam New Age Books. ISBN 9780553173321

Kóp. 20.02.2013

Valdemar Gísli Valdemarsson

© Valdemar G Valdemarsson 2017