RAH kerfið

30085.jpg

Meðferðaraðilar sem notað hafa Rayonex tæknina allt frá árunum 1990 hafa safnað miklum reynslubanka. Paul Schmidt Academy hóf að safna gögnum um tíðnir, virkni þeirra og gagnsemi strax á tíunda áratugnum. Ákveðið var að nýta þessa reynslu með því að byggja upp heilsteypt kerfi sem byggði á líffræðilegri tengingu.  RAH kerfið er því með flokka þar sem margar tíðnir sem hafa áhrif á tiltekin líffæri eða lífkerfi eru teknar saman og hægt að gefa meðferð með öllum í einu. Tökum sem dæmi hjartað. Því er skipt upp í einn yfirflokk sem hefur númerið 40.00. Undirflokkarnir tilgreina innri virkni hjartans eins og hjartalokur, leiðnikerfið og vöðva svo eitthvað sé nefnt. Hver loka á sinn tíðniflokk. Það er hægt að mæla hvern flokk fyrir sig og gefa meðferð á þá flokka sem eru undir í orku. Dæmi um flokka er meltingarvegur, lifur, nýru, hormónakerfi, öndunarkerfi, æðakerfi og taugakerfi. Alls er RAH kerfið með um 800 yfir og undirflokka og því af nógu að taka þegar gefa á meðferð. Hægt er að gefa meðferð án greiningar og þarf bara að vita að viðkomandi er illt í maganum og má þá gefa meðferð á meltingarveg. Ef vitneskjan um magaverkin er góð má velja smágirni, ristil, maga eða vélinda. Meðferð í einn til tvo klukkutíma í nokkur skipti getur hjálpað.  Smá þekking á líffærafræði ásamt vitneskju um nokkrar þumalputtareglur duga til að stilla upp meðferð en aukin þekking er auðvitað hjálpleg.

Modul-M8.jpg

RAH kerfið er til í útgáfu fyrir dýr. Þar er hægt að vinna með öll dýr en algengast er að unnið sé með spendýr eins og hesta, hunda og ketti. Tæknin getur þó gagnast öllum dýrum og hafa m.a. gullfiskar notið góðs af meðferð. Nálastungubrautir líkama spendýra eru áþekkar og sama má segja um megin orkustöðvarnar. Sama nálgun er notuð gagnvart dýrum eins og mönnum. Teppi er sett utan um dýrið og eru þau af misjöfnum stærðum eftir stærð dýrs.


© Valdemar G Valdemarsson 2017