Rayocomp PS1000 polar

polar.jpg

Þetta er flaggskipið frá Rayonex. Tækið sem valið er á stærri meðferðastofur og sjúkrahús. Þessi tæki eru þegar komin á sjúkrahús í Kína, Japan og Þýskalandi. Hægt er að gefa meðferðir sólarhringum saman ef þess gerist þörf. Tækið er hægt að fá með einföldum grunnforritum og svo bæta við eftir þörfum forritum fyrir RAH og Rayoscan. Tvær stofur á Íslandi bjóða upp á greiningu og meðferð með þessari tækni. Tækið er búið snertiskjá og því auðvelt að flakka á milli kerfa hvort sem unnið er með tíðnigreiningu eða meðferð. Fullkomið myndakerfi getur sýnt hvar tíðnipunktar liggja sem verið er að mæla og því auðvelt fyrir leikmann að fylgjast með hvar meðferðaraðili er að vinna. RAH kerfið er viðamikið og einfalt að útbúa meðferð klukkustundum og jafnvel dögum saman ef því er að skipta. Tækið er sítengt rafmagni en öflugur hreinsunarbúnaður tryggir að ekkert óhreint rafmagn geti komið inn á tengipunkta við líkamann. Tækið er því algerlega öruggt fyrir fólk með rafóþol. Einnig er hægt að fá forrit með öllum nálastungubrautum og því hægt að mæla alla punkta nálastungubrauta sér eða brautirnar í heilu lagi. Jafnframt er hægt að gefa meðferð á punkta hvern fyrir sig eða heilu brautirnar eða þá allt kerfið í heild sinni.

30020.jpg

Tækið birtir nálastungukerfið þegar unnið er með það og sýnir punkt fyrir punkt

Með PS1000 polar er hægt að fá búnað sem kallast Rayoscan. Það er hjartalínuriti sem gerir tíðnirófsgreiningu á einstakling í skoðun og ber saman skekkjur við gagnagrunninn í RAH kerfinu. Að lokinni greiningu er byggð upp meðferð sem nota má í PS1000 tækinu beint eða setja á grænt minniskort sem gerir kleyft að stilla meðferðinni upp á PS10 tækinu. Notandinn kemur sér vel fyrir upp í rúmi eða stól, tengir sig við tækið og setur græna kortið í samband. Við það les tækið meðferðarupplýsingarnar og byrjar meðferð sem tekur að jafnaði 80 mínútur eða eftir því sem meðferðaraðili ákvarðar.

© Valdemar G Valdemarsson 2017