Rayonex Wiki

Í Sauerland Þýskalandi eru höfuðstöðvar Rayonex. Byggingar Rayonex samanstanda af þremur píramídum þar sem hver gegnir sínu hlutverki. Einn er aðalbygging, skrifstofur og framleiðsla. Annar er kennslustofa fyrir kynningar og námskeið í lífsveiflutækni og sá þriðji er fullkomin meðferðastofa með sex móttökuherbergjum fyrir meðferðarþega. 

Bakland Rayonex er Paul Schmidt Akademy sem er fræðamiðstöð sem sér um rannsóknir, úrvinnslu gagna og fræðslu. Akademían rekur tvö sjúkrahús þar sem unnið er með Rayonex meðferðartæknina samhliða hefðbundnum lækningum. Akademían heldur úti vefsíðu með fræðslu og kynningarefni fyrir notendur Rayonex tækninnar. Síðan kallast Rayonex Wiki sem er skírskotun í vef Wikipedia. Fróðleiksbrunnur fyrir notendur til að hafa sem flest svör á reiðum höndum á ellefu tungumálum. Þar eru rúmlega 530 stuttmyndir með leiðbeiningum um notkun tækja og samanlagður sýningartími er um 20 klukkustundir.


Fyrirvari

Það skal tekið fram að almenn læknavísindi hafa hingað til ekki samþykkt né viðurkennt lífsveiflutæknina. Það er líka nauðsynlegt að benda á það að notkun lífsveiflutækni getur ekki komið í stað viðtals við læknir og skyldi ávalt byrja á því að leita ráða hjá sérfræðingum í heilbrigðiskerfinu þegar vanheilsa sækir að.

Vitalis er á fésbókinni 

PDF bæklingar um bætiefnilífsveiflutæki og búnað gegn húsasótt.

vitalis@vitalis.is

© Valdemar G Valdemarsson 2017