Rafmengun

Hlekkir.  Bækur og rit.  Greinar. Bókin Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl?

Rafmengun er skírskotun í hugtakið „smog" sem þekkt er gagnvart loftmengun. Electrosmog er þekkt hugtak og nær yfir alla óæskilega rafgeislun. Miðað við hvað forfeður okkar ólust upp við er mjög mikil rafgeislun í öllum venjulegum borgum og bæjum og jafnvel heimilum. Það eru m.a. rafsegulsvið frá innanhús rafkerfi, WiFi kerfi, DECT kerfi og öllum raftækjum. Það er hægt að hafa heimili og vinnustaði nokkurn vegin fría af slíkri geislun en það kostar ákveðna nálgun varðandi raflagnir, frágang og viðhafa þarf varúðarreglur.

Þróunin í fjarskiptum er gríðarlega mikil og snertir okkur öll. Það er ljóst að við viljum ekki fara langt til baka í tækninni og því ekki um það að ræða að hafna tækninýjungum. Þetta snýst um að lifa við núverandi þróun. Það þarf að finna leiðir til að lágmarka rafgeislun sem er vel gerlegt.

Erfiðast er að eiga við afleiðingar Multible Chemical Sensitivity eða fjölefnaóþol. Mygla veldur til dæmis fjölefnaóþoli. Því fylgir rafmagnsóþol. Þeir sem lenda í myglu eiga mjög erfitt með að átta sig á hvernig rafgeislun hefur áhrif á heilsuna því þekkingin á geislun er mjög takmörkuð hjá flestum. Allir átta sig á að farsíminn geislar en ekki nærri allir átta sig á að fartölvur, DECT símar, routerar og jafnvel stereotæki geta geislað. Að standa við slíkt tæki í óheppilega langan tíma getur verið slæmt fyrir einstakling með MCS en hann áttar sig í fæstum tilfellum á því hvað setti hann niður heilsufarslega. Þekking er nauðsyn. Því miður er rafmengun töluð niður og virðingin gagnvart þessum vanda svo lítil að margir leiða varla hugann að því að þetta geti skipt máli. Fjöldi tilfella sýnir þó að þetta skiptir máli og það að ná tökum á umhverfi sínu gagnvart geislun er mjög mikilvægt. Rafóþol getur gengið að miklu leyti til baka ef réttar ráðstafanir eru gerðar.

Á flestum heimilum landsins er notað svokallað 3*400V kerfi. Í þessu kerfi er jarðsamband notað til að leiða rekstrarstraum rafkerfis. Það þýðir að sterkir rafstraumar geta verið að leika um vatnspípukerfi húsa sem og járnabindingu. Alveg með ólíkindum en þannig er þetta samt. Það eru bara einkaaðilar sem hafa brotist út úr þessu kerfi og má nefna nýja byggð við Urriðavatn í Garðabæ sem útbúið hefur rafkerfi hverfissins með svokölluðu 5 víra kerfi. Það er mun umhverfisvænna en hefðbundin kerfi. Í gamla kerfinu þar sem jörðin fær að leiða rekstrarstraum getur rafsegulvið orðið mjög hátt inni á heimilum. Allt að 4000nT hefur sést á mælum en svokölluð „skynsamleg varúðarmörk“ eru við 100nT. Í 5 víra kerfi getur þetta ekki átt sér stað.

Þetta er þó viðráðanlegt þökk sé fyrirtækinu Rafal ehf. Þeir framleiða tæki sem kallast Straumbeinir og tryggir það tæki að rekstrarstraumur getur síður farið um jarðtengingar og rafsegulsvið er mun minna. Vonandi verður þróunin í þá átt að rafstraumar fái ekki að þvælast um allar jarðbindingar en það verður framtíðin að leiða í ljós.

Margir rugla saman hugtakinu rafsegulsvið og jarðsvið. Í umræðunni er oft verið að skírskota til jarðgeisla eða annarra náttúrufyrirbæra og þeim ruglað saman við manngert rafseglsvið. Jarðgeislar hafa verið til frá örófi alda og má ekki rugla saman við manngert rafsegulsvið. Hér er umfjöllun um jarðgeisla.© Valdemar G Valdemarsson 2017