Jarðgeislar

Jarðsvið er samheiti fyrir fyrirbæri sem er kallað ýmsum nöfnum eins og jarðlæg streitusvæði, jarðárur, jarðgeislar svo eitthvað sé nefnt. Á ensku er talað um Geopathic Stress, Black Streams eða Negative Earth Energies. Danir tala um Jordstraler og Þjóðverjar tala um Erdstraalung. Þetta fyrirbæri er talið stafa frá misgengi í jarðskorpunni eða neðanjarðar vatnsæðum. Kenningin er sú að lóðrétt upp frá neðanjarðar vatnsæði rísi geisli, eða afbrigðilegt svið sem getir haft áhrif á líf þar fyrir ofan. Þessir geislar geta verið frá nokkrum sentímetrum upp í tugi metra og talið varasamt að sofa í, eða dvelja lengi í slíku sviði. Hér er stutt grein um þetta fyrirbæri.

Á lesbók Morgunblaðsins hafa í gegn um tíðina birst nokkrar greinar um þetta efni.

Frá 1932 eftir Rogues.

Frá 1936 eftir Gonzenbach.

Frá 1936 um fyrri grein.

Úrdráttur úr bókinni Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl? Eftir Valdemar Gísla Valdemarsson.

Fjöldi bóka hefur verið gefinn út um jarðgeisla og er líklega áhugaverðasta bókin Geopathic Stress. Are you Sleeping in a Safe Place eftir Rolf Gordon.

Vefsíða Dulvich Health er líka áhugaverð.

Rayonex hefur skýra sýn á jarðgeisla og áhrif þeirra. Enda eru þjóðverjar framarlega í óhefðbundnum lækningum og einmitt í þeim geira er horft á áhrif jarðgeisla og reynt að bregðast við neikvæðum áhrifum þeirra. Í lífsveiflutækninni er mælt fyrir áhrifum jarðgeisla því jarðgeislar hafa til dæmis bein áhrif á virkni ákveðinna nálastungupunkta. Einkenni húsa sem eru með jarðgeisla eru t.d. ryksækni, óþægilegur kuldi, pirringur í íbúum og svefntruflanir. Efasemdarmenn segja gjarnan að jarðgeislar séu ekki til og að vísindin hafi aldrei getað sýnt fram á tilvist þeirra. Það má benda á það að vísindamenn hafa ekki leitað mikið enda ekki mikið um styrki til slíkra verkefna. Það er hinsvegar dagljóst að það getur allt mögulegt verið til þó tilvist þess hafi ekki verið sönnuð með einum eða öðrum hætti.

vitalis@vitalis.is

© Valdemar G Valdemarsson 2017